Laugardagslúxus

 Morgunstund gefur gull í mund. 
Þessi laugardagsmorgun byrjaði aðeins vel og nú ligg ég upp í sófa, búin að borða yfir mig af laugardagskræsingum. Ég ætla að liggja hér svolítið lengur og fara síðan í göngutúr í þessu yndislega veðri. Svo er það bara lærdómur og huggulegt sem einkenna þennan laugardag. 
Það er vissulega tilefni til þess að gera vel við sig á laugardögum, í mínum dagbókum þá eru þeir heilagir nammidagar. Þessi dagur var aldeilis ekki undantekning og naut ég þess að borða beikon, egg, rúnstykki og amerískar pönnukökur. 
 Amerískar pönnukökur með jarðaberjum og súkkulaðisósu. Það er erfitt að koma orðum að því hvað þetta er dásamlega gott. 
HÉR finnið þið uppskrift af dásamlegum amerískum pönnukökum.
 Fersk íslensk jarðaber.

 Ljúffengur morgunmatur á góðum laugardegi
 Virkilega notalegt í sveitinni. 
En nú þarf ég að klára nokkur verkefni áður en ég get farið út í göngutúr svo ég kveð ykkur í bili. Ég vona að þið eigið ljúfan laugardag. Gerið vel við ykkur í mat og ég hvet ykkur til þess að fara út að  ganga í þessu fallega veðri. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *