Kúrbíts-og gulrótarmúffur

Ég prufaði í dag að baka Kúrbíts-og gulrótarmuffins. Þær smökkuðust ansi vel og ég varð því að deila þeirri dásemd með ykkur.
Ég fann uppskrift af þeim – en breytti þeim örlítið (í áttina að hollustu)
2.dl Gulrætur, rifnar.
2. dl Kúrbítur, rifinn.
1.msk agave síróp
2. dl speltmjöl
2.tsk lyftiduft
1/2.dl ólífuolía
3-4.msk léttmjólk eða undarenna
2.eggjahvítur
Pínkupínku salt og pipar
Rífið gulrætur og kúrbít með rifjárni (ég á ekki svoleiðis þannig ég skar þetta bara agnarsmátt) Blandið agave sírópinu saman við og sigtið síðan speltið og lyftiduftið út í og hrærið með sleif. Bætið síðan olíunni, mjólkinni og eggjahvítum saman við (ég pískraði þær léttilega áður en ég blandaði þeim saman við).
Setjið í múffuform inn í ofn við 200° í 20 mín. (ég var með frekar lítil form og þetta voru 14 múffur)
Gott með osti og sultu t.d. í morgunsárið og sem léttur hádegisverður. T.d. 2 múffur og góð salatblanda. t.d. Ruccola + ólífuolía + fetaostur + kirsuberjatómatar.

xxx

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *