Jólagjafahugmyndir – Iittala

Iittala er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum að byrja að safna glösum frá þeim. Ég heillaðist mjög af þeirra hönnun, hún er mjög stílhrein og falleg að mínu mati. Gæðavörur á fínu verði. Ég hef fengið tvö og tvö glös í jóla-og afmælisgjafir og nú loks get ég boðið nokkrum í drykk með þessum fallegu glösum.
 Þessar vörur eru svo sannarlega tilvaldar í jólapakkann og hér eru nokkrar hugmyndir. 
Essence Carafe 100 cl clear Decanter Decanter 190 cl
1. Essence karafla. Verð: 8900 kr.       2. Decanter karafla, ég á þessa og er alsæl með hana. Verð: 9800 kr. 

Essence Red wine 45 cl  4 pcsKivi Votive 60 mm sand

3. Essence vínglös. Verð fyrir tvö glös um 4900 kr. 
4. Kivi kertastjakar, fáanlegir í mörgum litum. Kemur mjög falleg birta frá þeim verð frá 2480 kr.
Kastehelmi Cake stand 315 mm clear Mariskooli Bowl 155 mm rose olive
5. Ótrúlega fallegur Kastehelmi kökudiskur á fæti (31.5 cm) verð: 9850 kr. 6. Þessar skálar eru að mínu mati ótrúlega fallegar, koma í mörgum litum. Ég á nokkrar glærar og nota þær mjög mikið. Verð frá 3700 kr. 
Alvar Aalto Collection Bowl 50 x 195 mm light blue Alvar Aalto Collection Serving platter 355 x 436 mm oak
7. Aalto trébretti, stórt.Verð : 14.650          
8. Aalto skálar, eru fáanlegar í mörgum litum. Ég nota mínar skálar mikið, undir sósur, nammi, nasl og meira til. Verð frá 3280 kr. 
Ég er mjög ánægð með þá hluti sem ég á og hlakka til að eignast fleiri í komandi framtíð. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)