Janúar og hafragrautur.

Dagarnir líða ansi fljótt. Ég fer út snemma á morgnana og kem heim seint á kvöldin.
Í síðustu viku ákvað ég að slá til og taka þátt af fullum krafti í hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands. Ég skipa þriðja sæti á lista Vöku til stúdentaráðs og það eru kosningar framundan.
Á nokkrum dögum er ég búin að kynnast frábæru fólki og kynna mér það góða starf sem að stúdentaráð við Háskólann stendur fyrir. Nauðsyn fyrir alla sem að stunda nám við skólann að kynna sér málefnin og hafa í huga hvað það eru miklir hagsmunir í húfi sem þarf að standa vörð um.
Janúar er aldeilis ekki minn uppáhalds mánuður svo það er agalega fínt að það sé nóg að gera.
Áramótaheitið er að ganga prýðilega. Að borða oftar morgunmat, það er svo mikill munur á því að fara södd og sæl út í daginn heldur en tóm eða bara með kaffi í maganum.
Hafragrautur er mitt uppáhald með kanil og bláberjum.
Ég vona að þið hafið það gott.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *