Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu minn og þykir mér mjög vænt um þessa uppskrift. Ég lofa ykkur að þið eigið eftir að elda súpuna aftur og aftur.
Lúxus
humarsúpa
humarsúpa
Humarsoð
- Smjör
- 600-700 g humarskeljar
- 2 stilkar sellerí
- 3 gulrætur
- 1 laukur
- 2-3 lárviðarlauf
- 3-4 hvítlauksrif
- 3-4 tímían greinar
- 1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar
- 1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda
- 1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar)
- 1 glas hvítvín (ca 3 dl)
- Salt og pipar
Aðferð: Skolið humarinn mjög vel og takið
humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur
og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og
hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan.
Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem
soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar
og grænmetið frá.
humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur
og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og
hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan.
Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem
soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar
og grænmetið frá.
Súpan
- 2 msk hveiti
- 2 msk smjör
- Humarsoðið
- Smjör
- Humarhalar
- 1 hvítlauksrif
- ½ tsk eftirlæti hafmeyjunnar
- ½ ítölsk sjávarréttarblanda
- 500 ml rjómi
- salt og pipar
- fersk steinselja
Aðferð: Búið þið til smjörbollu með því að
bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og
hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með
eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið
humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel
saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla
í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og
sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram.
bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og
hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með
eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið
humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel
saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla
í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og
sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram.
Njótið vel kæru vinir.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.