Hægeldað lambalæri með piparostasósu

Hægeldað lambalæri
  • 1 lambalæri ca. 3 kg
  • ólífuolía
  • 1 – 2 msk. Lamb Islandia
  • salt og pipar (magn eftir smekk)
  • 10 – 12 kartöflur
  • 1 – 2 sætar kartöflur
  • 6 – 8 gulrætur
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1 kúrbítur
  • 1 laukur
  • 700 ml vatn
Bakarofn hitaður í 110°C undir-og yfirhita. Skolið
lambalærið og þerrið. Skerið grænmetið í heldur smáa bita og setjið í ofnpott,
veltið upp úr smá ólífuolíu og saltið og piprið. Hellið vatninu yfir grænmetið.
Nuddið lærinu upp úr ólífuolíu og síðan með lambakjötskryddinu og salti og
pipar. Leggið lærið yfir grænmetið. Bakið lærið í sjö klukkustundir í ofnpotti.
Það er ágætt að stinga hitamæli í lærið. Þegar það hefur náð 60-65 gráðu
kjarnhita þá er lærið tilbúið. Það er gott að stilla ofninn á 220° (Grill)
þegar 20 mínútur eru eftir af steikingartímanum, þá verður puran dökk og stökk.
Njótið með ljúffengri sveppasósu.

Ljúffeng piparostasósa
  • 1 askja sveppir
  • smjörklípa
  • salt og nýmalaður pipar
  • ½ piparostur, smátt skorinn
  • 500 ml rjómi eða matreiðslurjómi
  • 1/2 – 1 kjúklinga eða nautakraftsteningur
Aðferð:
Skerið sveppina smátt og steikið upp úr smjöri, kryddið til
með salti og pipar. Bætið rjómanum, ostinum og krafti saman við og leyfið
sósunni að malla í rólegheitum við vægan hita eða þar til osturinn er
bráðnaður.
Berjadesertinn hennar ömmu
  • 1 askja jarðarber
  • 1 askja bláber
  • 2 msk. Sykur
Aðferð: Skerið jarðarberin í tvennt og blandið þeim saman
við bláberin, sáldrið sykrinum yfir berin og geymið þau í kæli í lágmark 3
klst. Berið fram með rjóma eða ís. Það er ljúffengt að rífa niður smá súkkulaði
og dreifa yfir berin í lokin.  

Sannkölluð lúxus máltíð. Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *