Á morgnana vil ég eitthvað mjög einfalt, helst eitthvað sem ég get gripið með mér út í fljótu bragði. Þess vegna elska ég að búa til gott múslí sem ég get sett út á jógúrt ásamt góðum berjum. Einnig finnst mér æði að narta í múslí yfir daginn – þess vegna klárast þetta yfirleitt mjög fljótt hjá mér og þá er gott að þetta sé súper einfalt og fljótlegt. Ekki hafa áhyggjur ef þið eigið ekki allar hneturnar sem ég tel upp hér að neðan eða öll þau fræ, notið bara það sem þið eigið og kaupið það sem ykkur langar í. Þið getið notað hvað sem er í þetta múslí og um að gera að nota sem það til er í skápunum hjá ykkur. Múslíið mitt er sjaldan eins sem gerir múslíbaksturinn enn skemmtilegri.
Hér er uppskrift að ljúffengu hnetumúslí með rúsínum sem ég elska… vonandi eigið þið eftir að prófa og elska það líka.
Heimalagað múslí
- 5 dl haframjöl
- 100 g pekanhnetur
- 100 g heslihnetur, hakkaðar
- 100 g sólblómafræ
- 100 g graskersfræ
- 2 msk hunang
- 2 msk kókosolía, brædd
- 1 tsk kanill
- 1 tsk vanilla
- ögn af salti
- 2 dl kókosmjöl
- 2 dl rúsínur
Aðferð:
- Saxið hneturnar smátt og blandið öllum hráefnum saman í skál, ekki bæta kókosmjölinu og rúsínum fyrr en eftir að múslíið kemur út úr ofninum.
- Dreifið múslíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 20 – 25 mínútur, fylgist vel með múslíinu á meðan það er í ofninum og hrærið af og til í blöndunni svo það bakist jafnt á öllum hliðum.
- Kælið múslíið og bætið kókosmjöli og rúsínum saman við í lokin.
he
Njótið vel.
Ég má til með að segja ykkur að annar þáttur Í eldhúsi Evu er sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:25. Steikar taco, krydduð grænmetissúpa, ítalskur kjúklingaréttur og vanillubúðingur með ástaraldinsósu er á dagskrá í þætti kvöldsins.. mæli með 🙂
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.