Fyrir rúmlega ári steig ég mín fyrstu skref í sjónvarpi í þáttunum Í eldhúsinu hennar Evu sem sýndir voru á Stöð 3. Það var ákaflega skemmtileg og dýrmæt reynsla, í þáttunum lagði ég ríka áherslu á heimilismat sem allir ættu að geta leikið eftir. Ég er búin að uppfæra uppskriftalistann hér á blogginu og nú getið þið nálgast allar uppskriftir sem voru í þættinum hér á vefnum. Það gleður mig einnig að segja frá því að þættirnir eru nú aðgengilegir á vísi.is. Þið finnið þættina hér undir matur.
Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að heimagerðu pestó og ljúffengum kjúklingarétt sem er í miklu eftirlæti hjá mér.
Rautt og gómsætt pestó
- 200 g sólþurrkaðir tómatar
- 90 g furuhnetur
- 2 hvítlauksrif
- 150 g ferskur rifinn Parmesan ostur
- salt og nýmalaður pipar
- 1 – 2 dl góð ólífuolía
Aðferð: Blandið öllu saman í matvinnsluvél í nokkrar
mínútur. Áferðin á pestóinu fer eftir því hversu mikið af olíu þið notið. Það
er ágætt að setja olíuna saman við pestóið smám saman.
mínútur. Áferðin á pestóinu fer eftir því hversu mikið af olíu þið notið. Það
er ágætt að setja olíuna saman við pestóið smám saman.
Kjúklingabringur í pestói
- 4 – 5 kjúklingabringur
- Salt og nýmalaður pipar
- 1 uppskrift rautt pestó
- 1 krukka fetaostur + olían í krukkunni
Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Leggið kjúklingakjötið í
eldfast mót, það er ágætt að skera bringurnar í tvennt. Kryddið kjúklingakjötið
til með salti og pipar. Blandið pestóinu
og fetaostinum saman í skál, það er gott að blanda ostinum saman við pestóið
með gaffli. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn í 35 – 40 mínútur. Berið kjúklingaréttinn fram með góðu pasta eða hrísgrjónum
og fersku salati.
eldfast mót, það er ágætt að skera bringurnar í tvennt. Kryddið kjúklingakjötið
til með salti og pipar. Blandið pestóinu
og fetaostinum saman í skál, það er gott að blanda ostinum saman við pestóið
með gaffli. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn í 35 – 40 mínútur. Berið kjúklingaréttinn fram með góðu pasta eða hrísgrjónum
og fersku salati.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir