Haustið er svo sannarlega komið og kuldinn fylgir líka með. Haustið ber með sér mikla fegurð, litirnir í kringum okkur eru stórkostlegir. Ég ætla að taka myndir um helgina af fallega Skaganum í haustlitum..
Mikið um lærdóm. Próf á mánudaginn og hnúturinn í maganum vex, en en en. Ég skil meira í dag heldur en í gær svo vonandi kemur þetta hægt og bítandi. Dagarnir eru langir og mikill lærdómur. En tíminn er fljótur að líða og áður en ég veit af verð ég komin í jólakjólinn.
En þegar að dagarnir eru langir og strangir þá er nauðsyn að brjóta þá svolítið upp, í gærkvöldi fór ég með yndislegri vinkonu á sushitrain og áttum við góða stund saman. Gott spjall og gott sushi, ég segi það og skrifa það er dásemd. Í kvöld náði ég svo smá deiti með manni mínum, það var kósí og nauðsyn að eiga eitt deit í viku. Ljúft og gott!
Föstudagur á morgun, það er alltaf föstudagur. Tíminn flýgur – var ég búin að minnast á það?
xxx
Ég dreymi um yndislega daginn sem ég og Haddi áttum í Versölum í sumar.