Grænmetissúpa sem á alltaf vel við.

Mér finnst dásamlegt að vakna þegar að sólin skín og veðrið er gott. Það er merkilegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á skapgerðina. Það verður allt svo mikið betra þegar að dagurinn verður lengri og birtan fær að njóta sín. 
Ég verð betri með hverjum deginum sem að líður svo þetta er á góðri leið. 
Allan litli bróðir kom heim í dag og mikil ósköp var gott að sjá hann. Sá er sætur og góður!
Ég eldaði súpu í kvöldmat. Ég er ótrúlega mikil súpukerling og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi er ótrúlega einföld, ódýr og voðalega góð. 
Það er hægt að setja hvað sem er í þessa grænmetissúpu. Ég nota aldrei það sama, bara það sem ég á hverju sinni inn í ísskáp. Stundum bæti ég pasta eða kjúkling saman við og það er rosalega gott. 
Í dag notaði ég. 

1,5 L vatn.
1 1/2 Sellerí stöng.
5 Gulrætur.
1/4 Spergilkálshaus.
1/2 Laukur.
1/2 Sæt kartafla. 
1 Dós Saxaðir tómatar.
3 msk. Rjómi
100 gr. Heilhveiti spaghetti.
1 Kjúklingateningur.
1/2 Grænmetisteningur.
1 1/2 tsk. Karrý.
Salt&pipar eftir smekk.
 Grænmetið fallega. Litirnir eru augnyndi!
 Skolum það vel. 
 Ég tók til fremur stóran pott, lét 1 msk. Olíu og steikti grænmetið í 2 mínútur. 
Bætti síðan vatninu saman við og lét suðuna koma upp. 
Þegar að suðan kom upp þá lækkaði ég, miðlungshiti. Bætti þá öllu nema spaghettíinu saman við og blandaði vel saman. Lét þetta malla í um það bil 20 mínútur. 
 Eftir 20 mínútur þá bætti ég spaghettíinu saman við og lét malla í 15 mínútur til viðbótar. 
Svo er bara að smakka sig til. Endalausir möguleikar. 
Svakalega gott að setja rjómaost í staðinn fyrir rjómann, eða sleppa rjómanum alveg.
 Ég átti rjóma sem var alveg að verða búinn og mér finnst sérlega leiðinlegt þegar að matur skemmist hjá mér þannig ég ákvað að nota hann. 
 Súpan stendur alltaf fyrir sínu.
 Ég sáldra alltaf smá osti yfir súpuna, mér finnst það sérlega gott. 
Gott að bera súpuna fram með góðu brauði og t.d. fersku salati. 
Bragðmikil og fljótleg máltíð.
 Sem betur fer á ég afgang, því súpan er enn betri daginn eftir.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

7 comments

  • mmm þessi verður í kvöldmatinn í kvöld – get varla beðið 🙂 Betrumbætti aðeins grænmetið og magnið.
    – Ásta (annar dyggur aðdáandi)

  • Þessi er æðisleg. Hef gert hana nokkrum sinnum og hef sett í hana papriku,kartöflur, blómkál og niðursoðna tómata með hvítlauk. Hún er alltaf jafn góð. Ég hef tvöfaldað uppskriftina og fryst í mátulegum skömmtum og kippi svo með mér í vinnuna, líka gott að eiga hana í frystinum þegar maður nennir ekki að elda. Ætla að elda hana í kvöld og hlakka til að borða 😉

  • mmm þessi er rosa góð 🙂 var að búa hana til áðan og ætla að hafa hana fyrir mömmu klúbbinn minn á morgun 🙂 hlakka til að heyra hvað þær segja … gerði 2falda uppskrift og bætti í 1 stk rjómaosti og um hálfum dl soja 🙂 úber dúber gott.. hafði síðast mexíkó súpuna frá þér og þær voru alveg vitlausar í hana 😉
    kv Ester Laxdal

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *