Grænmetis Quiche

 Ég er ansi mikið fyrir Quiche.

Grunndeig fyrir Quiche.
150 g Kalt smjör
250 g Hveiti
1/2 tsk Salt
1 stk Eggjarauða 
4 msk Vatn
Skerið kalt smjörið niður í litla bita og hnoðið það saman við hveitið. Saltið síðan og vinnið deigið vel saman, bætið eggjarauðu og vatni saman við og gætið þess að vinna deigið ekki of mikið. Látið bökunardeig standa í kæli í minnsta kosti 30 mín áður en það er flatt út. Fletjið deigið þunnt út og setjið í form, gatið hér og þar með gaffli. Setjið smjörpappír yfir deigið  í forminu og fyllið upp með hrísgrjónum eða baunum til að botninn formist vel. Bakið botninn við 220°C eða þangað til hann hefur fengið smá lit.
Innihald. (Nú er hægt að leika sér að vild, bara það sem maður vill hverju sinni) 
Ég hafði í minni böku : 
1/2 Askja af sveppum
1. Rauðlaukur
1. Rauð paprika
1/2 Haus Brokkólí 
10 Kirsuberjatómatar
Handfylli af ferskum graslauk
3 stk Egg (2 heil egg og ein eggjahvíta)
100 ml Matreiðslurjómi
Grænmetið steikt á pönnu, ég notaði olíu en þeir sem vilja nota smjör nota smjör. Dreifið grænmetisblöndunni yfir grunndeigið. Pískið eggin með gaffli, setjið rjómann saman við og kryddið með salti og pipar áður en þið hellið yfir bökuna. Ég skar einn tómat og dreifði honum ofan á. Bakið við 190°C í um 25 mín.
Gott að setja rifinn ost yfir að bakstri lokum! 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *