Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum

1 msk olía

1 laukur

2 hvítlauskrif

1 rauð paprika

½ spergilkálshöfuð

5 – 6 gulrætur

350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós

1 – 2 msk. tómatpúrra

1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar)

1 tsk. Paprikukrydd

½ tsk cuminkrydd

1/2 tsk. þurrkað koríander

1 tsk karrí

salt og pipar

 

Aðferð:

 

Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.

 

Meðlætið með súpunni

 

1 msk. olía

tortillakökur, skornar í litla bita

sýrður rjómi

lárpera

ferskur kóríander

hreinn fetaostur

Aðferð:

Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1 – 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar.

Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaost.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *