Heimilispælingar.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég finn það á mér að þetta verði bloggárið mikla…

Ég var á ansi miklu búðarrápi yfir hátíðarnar eins og flest ykkar býst ég við, á þessum tíma eru allir svo ligeglad og nenna með manni í búðir alla daga. Mikið gaman , mikið stuð.

En í miðju búðarrápinu þegar að ég átti að vera að klára síðustu pakkana – þá fór ég í ímyndunarleik við sjálfan mig.

„Þegar að ég verðstór þá ætla ég að safna þessu stelli.. og á mínu heimili ætla ég að hafa svona borð og stóla“.

Svo var það í einni búð að mamma var að sýna mér hennar stell, vegna þess að mínu mati er það fallegasta stellið af þeim öllum. Hún benti mér á að hún hefði byrjað að safna á mínum aldri, nema hún byrjaði náttúrlega að búa og stofna fjölskyldu þegar að hún var 18 ára þannig að ég er nærri því komin fjórum árum yfir þann aldur sem mamma byrjaði að safna hlutum. Og þá sá ég mér gott til glóðarinnar.. Ég get byrjað að safna núna! T.d. í ár splæsi ég í fjóra matardiska. Og á næsta ári í fjóra kaffibolla og undirskálar… og svo næsta…

Þannig fyrr en varir þá verð ég komin með minn eigin glerskáp af sparistelli og þá get ég sagt, „hjúkket að ég byrjaði að safna svona snemma“. Þetta er pæling.

Þetta árið ætla ég eyða minni pening í óþarfa og meiri í þarfa (hmm, kannski er þetta orð ekki til) t.d. að byrja að safna sparistelli, glösum (er að vísu byrjuð að því) mig langar í fallega hluti inn á heimilið.

Mér finnst ekki annað við hæfi heldur en að ramsa nokkra ansi fína hluti upp fyrir ykkur sem mig langar að eignast árið 2011…. afþví ég á náttúrlega afmæli, fæ sumargjöf frá sjálfri mér og svo koma jólin aftur. Þannig það er allt að gerast.

Bourgie Lampi – Kartell

Rivéra Maison lampi

Ég ætla að bæta nokkrum Iittala kertastjökum við þá sem ég á. Ansi fallegir

Fyrir tveimur árum byrjaði ég að safna Iittala glösum, ég held að ég haldi því áfram.

Þessi glös eru íslensk hönnun úr Epal. Mér finnst þau ansi skemmtileg

Kökudiskur úr Rivéria Maison.


….ooog Tivoli útvarp.

Ég ætla í það minnst að reyna að eignast eitthvað fínt inn á heimilið og byrja að safna stelli. 🙂

Bless í bili – ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • sigurrós Allansdóttir

    Þú ert nú bara yndisleg Eva mín.
    Ég fór ekki að safna stelli þegar ég var 18 var svona að ég held 26 þegar þú fæddist já passar byrjaði þá en gott hjá þér að safna stelli eins og ég á en gættu að einu ég taldi alla diska og bolla og allt áður en ég fór út ha ha bara grín.
    Þá veistu hvað þu færð i afmælisgjöf og Jólagjöf svo manst þú að þú mátt taka glösin mín sem við vorum búnar að tala um.
    Love you ég ætla að tekka á þessum lampa í Bergen knús á þig sakna þín.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *