Í bakhúsi á Laugaveginum leynist gullmoli sem engin áhugamannekja um matargerð ætti að láta fram hjá sér fara. Þar hefur Auður Ögn Árnadóttir innréttað kennslueldhúsið Salt eldhús. Kennslueldhús sem bíður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða , þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni án þess að stuðst sé við fyrirlestrarformið.
Fyrir viku síðan fór ég ásamt vinkonu minni á námskeið hjá Salt eldhús. Þar lærðum við að baka dásamlegar Franskar makkarónur frá grunni. Húsnæðið hjá Salt eldhús er gullfallegt og umhverfið mjög notalegt. Um leið og ég kom inn í þetta fallega eldhús þá vissi ég að kvöldið yrði gott, stemnningin í eldhúsinu er ferlega góð og hugguleg.
Við bökuðum nokkrar tegundir af frönskum makkarónum og lærðum ýmis góð ráð. Ég smakkaði fyrst makkarónur í París fyrir tveimur árum síðan og kolféll fyrir þeim. Kökurnar eru algjört augnayndi og bragðast mjög vel. Ég mæli svo sannarlega með þessu námskeiði hjá Salt eldhús fyrir þá sem hafa áhuga á því að læra að baka franskar makkarónur.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók af þessu ansi huggulega kvöldi.
Í byrjun námskeiðins fá allir þátttakendur veglega möppu með uppskriftum og ýmsum góðum ráðum.
Byrjað á því að stífþeyta eggjahvítur.
Þessar sniðugu sílikonmottur getur þú keypt hér.
Súkkulaðimakkarónur bíða eftir því að komast inn í ofn.
Auður bauð okkur upp á dásamlega súpu og nýbakað brauð. Við sátum í góða stund við fallegt langborð og nutum þess að borða góðan mat í góðum félagsskap á meðan kökurnar voru í ofninum. Virkilega notaleg og afslöppuð stemmning.
Þessi er nú svolítið mikið falleg.
Eldhúsið er stílhreint og afar fallegt.
Súkkulaði á súkkulaði, gerist nú varla betra.
Makkarónur með kaffikremi, þær voru sérlega góðar.
Augnayndi.
Kökunum raðað í falleg box og afraksturinn tekinn með heim.
Ég var virkilega ánægð með kvöldið og er staðráðin í þvi að fara á fleiri námskeið hjá þessu fallega eldhúsi. Ég mæli svo sannarlega með að skellið ykkur á námskeið hjá Salt eldhúsi.
xxx
Eva Laufey Kjaran