Eftir jólin þá kýs ég fremur léttar máltíðir, eitthvað hollt og gott. Ég fékk nóg af kjöti í bili yfir jólin svo núna vil ég helst bara fisk, súpur og salöt. Ég sá í gegnum leitarvélina á blogginu að þið kæru lesendur eruð mikið að leita að léttum réttum þessa dagana svo ég mátti til með að taka saman fimm uppskriftir sem eru í léttari kantinum.
Ég vona að þið njótið vel.
1. Ofnbakaður lax með jógúrtsósu. Einfaldur og dásamlegur lax, ég veit ekki með ykkur en ég elska lax og því er þessi uppskrift í miklu uppáhaldi hjá mér.
2. Brokkólísúpa og ostabrauð. Ég er mikil súpukona og mér finnst fátt betra en góð súpa og gott brauð. Þessi uppskrift er mjög einföld og súpan er ferlega góð.
3. Fiskrétturinn hennar mömmu. Þessi fiskréttur er sá allra besti að mínu mati. Bragðmikill og mjög einfaldur.
4. Satay kjúklingasalat. Ég er ótrúlega hrifin af þessu kjúklingasalati, vinkona mín gaf mér uppskriftina að því fyrir nokkrum árum og ég hef eldað þetta salat margoft, mjög gott salat.
5. Matarmikið pasta-og kjúklingasalat. Einfalt, fljótlegt og ljúffengt salat.
Ég mæli með að þið prufið þessar uppskriftir kæru vinir.
xxx
Eva Laufey Kjaran