Mesti lúxus morgunverðarréttar fyrr og síðar hlýtur að vera egg Benedict. Hann sameinar allt það góða í heiminum myndi ég segja. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er einn vinsælasti brunchréttur í heimi og ég er kolfallin fyrir réttinum. Gott súrdeigsbrauð hráskinku, hleyptu eggi og hollandaise sósu? Ég meina, þetta er uppskrift að hamingju!
- 4 egg
- 2 l vatn
- 2 tsk salt
- 4 sneiðar af góðri skinku
- Gott brauð, til dæmis súrdeigsbrauð, skorið í fremur grófar sneiðar
- 2 msk smjör
- Hollandaise sósa
- 2 lárperur
- 1 msk saxaður graslaukur, steinselja eða spírur
Aðferð:
- Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 – 7 mínútur við 180°C.
- Hleypt egg eru linsoðin án skurnar. Setjið vatn í pott, saltið vatnið og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir pottinum en látið hann samt halda vægri suðu.
- Brjótið egg í bolla og hellið egginu mjög varlega út í vatnið. Sjóðið eggin í þrjár mínútur, þá ætti eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðunni og þegar skorið er í eggið ætti rauðan að leka fallega út. Takið eggið varlega upp úr pottinum, mér finnst best að nota fiskispaða. Setjið á eldhúspappír og þerrið.
- Setjið brauðsneiðarnar á diska og raðið á í eftirfarandi röð: brauð, lárpera, skinka, egg, tvær matskeiðar af sósu og spírur.
Hollandaise sósa
- 2 eggjarauður
- 200 g brætt smjör
- 1 msk sítrónusafi
- Salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
- Setjið eggjarauður, vatn og sítrónusafa í ílat sem töfrasprotinn kemst ofan í.
- Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því saman við eggjarauðurnar.
- Þeytið eggjarauður, vatn og sítrónusafa með töfrasprotanum í eina til tvær mínútur eða þar til það er komin ljós og létt froða sem hefur margfaldast, hellið smjörinu í mjórri bunu saman við sósuna þar til hún er tilbúin.
- Ef sósan verður of þykk þá má þeyta svolitlu volgu vatni saman við. Að lokum er sósan smökkuð til með salti, pipar og svolitlum sítrónusafa.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir