Ljómandi fín menning á Akranesi.


Þegar að ég kom heim eftir próf í dag þá henti ég mér í kjól.  Mikið sem það er gaman að fara í kjól og að punta sig í prófatíð.   

Ég fór í kjól vegna þess að ég fór í
leikhús með ömmu minni, afa mínum, bróður mínum og kærustu hans á söngleikinn
Blóðbræður sem sýndur er þessa daganna í Bíóhöllinni Akranesi. 
Vá Þetta leikrit er frábært, leikararnir eru hver
öðrum betri og ótrúlega vel að þessu staðið.
Það er greinilegt að Flokkurinn á Akranesi er í miklum
blóma og hlakka ég til þess að fylgjast með þeim í framtíðinni. Akranes er stútfullur af hæfileikaríku fólki, svo mikið er víst.
Til hamingju öll með frábæra sýningu. 
Hvet ykkur öll sem eitt til þess að mæta á sýninguna
og hvet ykkur auðvitað til þess að taka þátt í leiknum í færslunni hér fyrir neðan.
Þið eigið möguleika á því að vinna gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á
Galító og í leikhús á Blóðbræður.

Ég tók eftir einu ansi skemmtilegu í dag, fyrir ári síðan voru heimsóknir á bloggið yfir apríl mánuð 2234 en nú ári seinna eru heimsóknir yfir apríl mánuð 51.500 sem gleður mig svakalega mikið. Mig langar til þess að þakka ykkur fyrir að nenna að fylgjast með þessu áhugamáli mínu. Met þess mikils. 🙂
Ég vona að þið eigið ljúfa viku framundan. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *