Djúsí samloka

Mér finnst svo agalegt gott þegar að ég næ að útbúa mér eitthvað sáraeinfalt og ferskt í hádeginu.
 Ég geri mér þetta salat ansi oft, ég nota salatið á gróft brauð eða á hrökkbrauð.

Mér finnst best að rista brauðið ef ég er ekki með hrökkbrauð, en það er nú bara smekksatriði.
 Þetta er ekki bein uppskrift heldur einungis hugmynd að léttum hádegisverði, ég dassa mig alltaf til og frá svo ég veit aldrei hvað ég læt mikið af hverju í þetta salat. 
Hér kemur innihaldið, en það er langbest að dassa sig áfram. 
túnfiskur í dós, í vatni
klettasalat, smátt saxað
kirsuberjatómatar, smátt saxaðir
avókadó, smátt saxað
paprika, smátt söxuð
rauðlaukur, smátt saxaður
ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
steinselja, smátt söxuð
Öllu blandað vel saman. Ég fæ mér alltaf kotasælu með því hún gerir salatið enn betra og meira djúsí. 

Virkilega fljótlegur, einfaldur og ljúffengur hádegisverður
Ég mæli með að þið prufið. 
Á morgun verður skemmtilegur gjafaleikur á blogginu svo ég hvet ykkur til þess að fylgjast með. 
Vonandi eigið þið ljúfan þriðjudag kæru vinir 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *