Archives

Einfaldasta brauð í heimi og guðdómleg bruschetta með Mozzarella

  Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna) Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt…

Ítalskt Caprese salat

Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat  1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð 1 pakki hráskinka eða eins og 6 hráskinkusneiðar 1 skammtur basilíkupestó Basilíkupestó 1 höfuð fersk basilíka handfylli fersk steinselja 150 g ristaðar furuhnetur 50 g parmesanostur 1 hvítlauksrif safinn úr ½ sítrónu 1 dl góð ólífuolía salt og nýmalaður pipar Aðferð:   Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið þá til með salti og pipar. Bakið við 180°C í 20 mínútur. Útbúið pestóið á meðan tómatarnir eru…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…

1 2