Archives

GRÆNMETISLASAGNA ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænmetislasagna með eggaldinplötum • 1 msk ólífuolía • 1 rauðlaukur • 2 hvítlauksrif • 1 rauð paprika • 3 gulrætur • ½ kúrbítur • ½ spergilkálshöfuð • 3 sveppir • 1 msk tómatpúrra • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) • 1 grænmetisteningur • 1 msk smátt söxuð basilíka • Salt og pipar • 2 eggaldin • Rifinn ostur • 1 stór dós kotasæla • Ferskur aspas Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. 3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. 4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur réttur og nafnið þýðir eiginlega „Stekkur upp í munninn“ og vísar til þess hve ljúffengur rétturinn er.  Í upprunalegu uppskriftinni er kálfakjöt notað en oft er kálfakjötinu skipt út fyrir kjúkling. Þessi réttur samanstendur af þunnum kjúklingabringum, hráskinku og salvíublöðum. Þetta er réttur sem á eftir að koma ykkur á óvart. Hann er mjög einfaldur en mamma mía hvað hann er góður. Sannkallaður sælkeraréttur sem þið ættuð að prófa. Rétturinn er borinn fram með kartöflumús og ljúffengri hvítvínssósu. Njótið vel! Kjúklingur Saltimbocca.     Fjórar kjúklingabringur     8 hráskinkusneiðar     10 – 12 fersk salvíublöð     Salt og nýmalaður pipar     1 – 2 msk. Ólífuolía   Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið…

Föstudagspizzan og ofnbakaðar parmesan kartöflur

Á föstudögum elskum við að fá okkur heimabakaða pizzu og borða hana yfir góðu sjónvarpsefni, já allar reglur um að borða ekki í sófanum yfir sjónvarpinu mega gleymast í eitt kvöld eða svo.. okkur finnst þetta mjög huggulegt 🙂 Pizza með hráskinku, klettasalati og kirsuberjatómötum. Pizzadeig: 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur…

Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…

Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku

Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300 g spaghettí , soðið 2 egg 1 dl parmesan ostur salt og pipar ólífuolía Aðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund. Sósa: Tómat-og basilíkusósa 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ laukur 1 hvítlauksrif 350 g saxaðir tómatar í dós eða passata 1 kjúklingateningur 1 msk smátt söxuð basilíka salt og pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið…

Ofnbökuð ýsa í pestósósu.

Ofnbökuð ýsa í pestósósu. 700 g ýsa 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með) 2 dl svartar ólífur 10 kirsuberjatómatar Salt og pipar Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar. Blandið saman í sér skál pestóinu og fetaostinum, dreifið sósunni yfir fiskinn. Skerið niður ólífur og tómata, raðið yfir pestósósuna. Rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn í lokin, nóg af honum. Setjið fiskréttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25-30 mínútur. Berið fiskréttinn fram með fersku salati! Njótið vel! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Ostaplatti og Focaccia.

Í Sunnudagsmogganum deildi ég uppskriftum úr matarboði sem ég hélt fyrir vinkonur mínar. Ef félagsskapurinn er góður er góður matur bara plús. Ítalskt þema var fyrir valinu þetta kvöld og við nutum þess að sitja, borða og blaðra langt fram á kvöld. Alveg eins og það á að vera. Ég bauð upp á ostaplatta og nýbakaða Focacciu í forrétt, ótrúlega einfalt og mjög góð byrjun á matarboðinu. Ég vil gjarnan bera fram góðan mat en á sama tíma vil ég hafa þetta frekar þægilegt, ég er nefnilega oft á tíðum í stressi rétt áður en gestirnir koma og það er ferlega leiðinlegt þegar eldhúsið er á hvolfi þegar gestirnir hringja dyrabjöllunni. Ég þoli illa að vera ekki með allt tilbúið á réttum tíma. Ég tók…