Öll eigum við minningu tengda mat, ég á margar mjög góðar minningar úr eldhúsinu hennar ömmu. Eitt af því sem mér fannst best að fá hjá henni voru fiskibollurnar hennar. Ég sé ömmu alltaf fyrir mér í eldhúsinu sínu í Engihjallanum með svuntu á milljón að gera bollur handa stórfjölskyldunni. Mamma gerði þessar bollur reyndar líka mjög oft heima, þá þótti mér mesta sportið að fylgjast með þegar hún hakkaði fiskflökin. Ég hef smakkað allskonar bollur en það er engin uppskrift sem kemst með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Lyktin sem umvefur heimilið er ótrúlega góð og bollurnar eru svo ljúffengar. Þær eru silkimjúkar og bragðast æðislega vel með soðsósunni góðu. Fiskibollurnar hennar ömmu 800 fiskhakk 1 meðalstór laukur, smátt saxaður 1 msk. ARomat…