Archives

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur réttur og nafnið þýðir eiginlega „Stekkur upp í munninn“ og vísar til þess hve ljúffengur rétturinn er.  Í upprunalegu uppskriftinni er kálfakjöt notað en oft er kálfakjötinu skipt út fyrir kjúkling. Þessi réttur samanstendur af þunnum kjúklingabringum, hráskinku og salvíublöðum. Þetta er réttur sem á eftir að koma ykkur á óvart. Hann er mjög einfaldur en mamma mía hvað hann er góður. Sannkallaður sælkeraréttur sem þið ættuð að prófa. Rétturinn er borinn fram með kartöflumús og ljúffengri hvítvínssósu. Njótið vel! Kjúklingur Saltimbocca.     Fjórar kjúklingabringur     8 hráskinkusneiðar     10 – 12 fersk salvíublöð     Salt og nýmalaður pipar     1 – 2 msk. Ólífuolía   Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…