Archives

.. Klukkan er tólf á hádegi og ég er enn í náttsloppnum. Við Haddi erum á Hvolsvelli að hafa það huggulegt. Ég sit hér við stofuborðið dúðuð í fína náttsloppnum, með kveikt á kertum og með morgunkaffið sem ég er búin að vera að sötra á í rúmar tvær klukkustundir. Ég er ekki að drekka kalt kaffi heldur drekk ég smá og smá og bæti síðan heitu við.. hurðin út að svölum er opin og ferska loftið streymir inn. Pínu kalt en samt ekki, útsýnið og þögnin hérna er engu lík. Hér líður mér vel, hér er í lagi að dúllast frameftir öllu. 🙂 Haddi svefnpurka sefur líka enn og því er ansi mikil ró. Eftir smá stund þá ætla ég að fara í göngutúr,…

Nú er ég komin í sæluna á Hvolsvelli. Mikil ósköp sem ég elska að koma hingað, færist yfir mig svo mikil ró í hvert skipti sem ég er hér. Í dag er ég bara búin að hafa það huggulegt, lúra, fara í labbitúr og svo elduðum við lambahrygg og amma hans Hadda kom til okkar í mat. Kertaljós, góður matur og góður félagsskapur. Ansi notalegt – enda þurfa batteríin að vera vel hlaðin fyrir helgina. Á morgun förum við yfir til Eyja. Ég er orðin ansi spennt – fer með svo skemmtilegu fólki að þetta stefnir allt í ljómandi fína helgi. Eitt er þó víst, að ég kann ekki að pakka. Er komin með alltof mikið af dóti sem ég ætla að drösla með mér…

Bananahafralíme – kökur. Gott fyrir nartara!

Ég er heimsin besti nartari, ég get nartað endalaust í eitthvað þannig ég ákvað að gera kökur sem mér finnst ansi góðar og þær eru hollar. Þá er samviskan í góðu standi eftir allt þetta nart. Líka sérlega einfaldar og fljótgerðar.. 3 bananar 2 bollar af höfrum 1 bolli af blönduðum fræjum (kúmen, hörfræ osfv.) Það sem ykkur dettur í hug. 1/2 kókosflögum 3 msk. kókosolía 1 tsk kanil Dass af salti 1 tsk vanilludropar Rifin börkur af 1/2 lime Öllu blandað vel saman og látið standa í hér um bil 10 mín. Inn í ofn við 175° í 15 – 20 mín. Ansi ljúffengt

…Sunnudagur til sælu. Bókstaflega! Planið var að vera á Hvolsvelli um helgina en það þróaðist yfir í það að vera bara heima við í notalegheitum. Verður ansi mikið fjör um næstu helgi svo það var ágætt að vera bara heima við. Ég svaf lengi, var ekki komin á fætur fyrr en um tíu. Kveikti á könnunni og kíkti á mbl.is. Ég er orðin vanaföst – dagurinn hefst ekki fyrr en ég er búin með þetta ágæta kaffi/frétta process. Ákvað síðan að skella í mömmudraum, einfalt og klikkar aldrei. Fékk góða gesti í kaffi. Mamma, Maren, strákarnir mínir, amma og afi. Veðrið er líka þannig í dag að það býður ekki upp á neitt annað en smá leti og kósítæm. Mér finnst fátt notalegra en að…

..Allir í fjölskyldu minni eiga það sameiginlegt að elska mat. Matmálstíminn er nauðsynleg stund fyrir alla á heimilinu. þá setjast allir niður, eitt er víst að það er alltaf gott í matinn hjá henni mömmu. Og það er alltaf líf og fjör við matarborðið! Enda er fjölskyldan stór. Ég kann best við mig í látunum heima við matarborðið – allir tala ofan í alla, litlu strákarnir grenja og hlæja til skiptist og sömuleiðis gera yngri bræður mínir það. Ég tuða yfirleitt í smá stund en þagna þegar að ég fæ mat á diskinn minn. Við erum sex í fjölskyldunni, svo eru það litlu strákarnir þrír, makar, amma og afi. Þannig þetta er ansi margt og en svo ótrúlega fínt. Í gær þá sá Maren um…

Stundum skilur maður ekki þennan heim. Hvað vakir fyrir sumu fólki, sem betur fer skilur maður það ekki. Erfitt er að koma orðum að því hvað mannfólk getur verið illt. Fleiri eru góðir – en þeir sem illir eru skilja eftir djúp sár. Ég er búin að kveikja á kertum hér heima við og hugsa hlýtt til Noregs. Erfiðir tímar. Hugsum vel um hvort annað, tökum utan um fólkið sem við elskum og verum dugleg við að minna fólkið okkar á það hvað það sé dýrmætt. Því lífið er óútreiknanlegt. xxx

Ég, mamma, Maren og amma fórum til Reykjavíkur og áttum ansi notalegan dag saman. Snæddum dýrindis máltíð á jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir. Drukkum gott kaffi og nutum þess að rölta um í góða veðrinu. Svona á þetta að vera. :o) Smörre-brauð á jómfrúnni. Dejligt!

Dásamlegir dagar á Skipaskaga

Akranes er búið að skarta sínu fegursta í þessu yndislega veðri undanfarna daga… Ooog þá er bara eitt í stöðunni að njóta þess! Kíkja á Langasand, vaða í sjónum og fara síðan í sólbað á Aggapalli sem er staðsettur fyrir ofan Langasand. Þar eru sólbekkir og algjört skjól fyrir sóldýrkendur 🙂 Svo er náttúrlega ansi indælt að kíkja í sund og fá sér ís eftir á. Hljómar það ekki bara dásamlega??? Allir á Skagann XXX

1 66 67 68 69 70 80