Ég held áfram að setja inn myndir héðan úr París. Ég þarf svo mikið að deila að eitt mynda-blogg myndi ekki nægja. Borgin er stórkostleg.. hún setur punktin yfir i-ið. xxx Eva Laufey Kjaran
Ég held áfram að setja inn myndir héðan úr París. Ég þarf svo mikið að deila að eitt mynda-blogg myndi ekki nægja. Borgin er stórkostleg.. hún setur punktin yfir i-ið. xxx Eva Laufey Kjaran
Hún er alveg eins og ég var búin að dreyma um. Það sem við höfum séð hingað til allavega – dásamleg! Ég er búin að smakka allt sem hægt er að smakka og nýt þess í botn. xxx Eva Laufey Kjaran
Í sólinni heima við áður en lagt var af stað í vinnu Huggulegheit á kaffihúsi Veðrið var lövlí – yfir 30 stiga hiti og sól. Þannig ég eyddi ansi miklum tíma við sundlaugarbakkann Sátt í útlandinu Washington er falleg. Íslensk stelpa í China-town í Washington. Ferðin til Washington var mjög fín. Ég labbaði mikið á daginn, skoðaði mig um. Sat á kaffihúsum drakk kaffi og las slúður. Lá við sundlaugina og hafði það virkilega notalegt. Fór út á kvöldin með skemmtilegu crewi og borðaði góðan mat. Virkilega skemmtileg ferð – en það var engu að síður ekkert betra en að skríða upp í rúm þegar að ég kom heim í morgun kl. níu. xxx
Ég vaknaði við yndislegt veður í morgun, það er dásamlegt! Dreif mig út á hjólið og kom auðvitað við í bakaríinu (enda er helgi og þá má allt) og hjólaði til Marenar. Sátum úti og borðuðum bakkelsi í sólinni. Nú er ég komin inn og byrjuð að túpera mig upp fyrir daginn. Leiðin liggur til Washington. Ég verð þar í tvo daga og ætla svo sannarlega að njóta mín. Veðrið á að vera ansi gott – um 30°stiga hiti og sól. Þannig ég mun eflaust brúka sundlaugina á hótelinu til þess að næla í smá tan, bara pínu. Ég lofa skemmtilegum myndum af fallegri borg í næstu færslu. Hafið það gott í góða veðrinu og njótið þess að vera til. Það ætla ég allavega að…
Byggsalatið mitt fékk upplyftingu í kvöld, afþví í dag er föstudagur og á föstudögum þá á maður skilið smá gotterí. Þannig ég lagaði týpískt salat með bygginu, smellti nokkrum nachos flögum smá ost og inn í ofn í fimm mín. Smá salsa-sósa og fetaostur. Ansi ljúffengt! Þannig er mál með vexti að sumarsukkið er á enda. Á sumrin er erfitt að standast freistingar og það eru kræsingar í hverju horni. Grillpartí, bröns í sólinni og mikið af gotterí. En á sumrin þá á maður að njóta þess engu að síður en nú þegar að ágúst er komin þá er alveg eins gott að reyna að holla sig upp. Sumarfríið í ræktinni er líka búið og er það ansi góð tilfinning að hreyfa sig að einhverju…
Fékk til mín góða vinkonu í hádeginu. Nýbakað brauð, byggsalat ,súkkulaðihjúpuð jarðaber, kaffi og gott vinkonuspjall. Yndislegt. Ég verð að deila með ykkur uppskrift af ansi góðu og hollu brauði sem að Eva Eiríks vinkona bakaði fyrir okkur þegar að við vorum saman í bústað fyrr í sumar. Einfalt og mjög gott. 4 dl spelt 1 dl graskersfræ 1 dl hörfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl tröllahafrar/haframjöl 1 msk vínsteinslyftiduft 1 1/2 tsk kúmen 1/2 tsk salt 2-3 msk hunang 2 1/2 dl vatn 1 msk sítrónusafi Hita ofninn í 180 °C. Blanda fyrst þurrefnunum í skál og síðan hunanginu, sítrónusafanum og vatninu. Hræra þessu rólega saman þar til þetta verður að góðri blöndu. Setja í brauðform og baka í 35 – 40 mín. Ljúffengt!
Jummí – á leiðinni heim eftir skemmtilega helgi í Eyjum og á Hvolsvelli þá ákváðum við að kíkja á veitingastaðinn Við Fjöruborðið. Hann er dásamlegur. Skemmtileg staðsetning, einfaldur matseðill og góð þjónusta. Þangað ætla ég sko að fara aftur. 🙂