Archives

Helgarferð til New York

Ég fór ásamt vinkonum mínum að heimsækja besta vin okkar til New York um síðustu helgi. Stefán Jóhann stundar þar nám við NYU og það var orðið tímabært að heimsækja drenginn. Þetta var hreint út sagt stórkostleg helgi, ég á svo skemmtilega vini að það nær engri átt. Við borðuðum yfir okkur í þessari ferð en við eigum það sameiginlegt að vera miklir sælkerar og planið var að njóta. Ég hef nokkrum sinnum komið til New York og mér finnst það alltaf jan æðislegt, hún iðar af mannlifi og skemmtun. Við fórum meðal annars til Brooklyn þar sem að Stefán býr og það var mjög skemmtilegt, hingað til hef ég alltaf verið á sama blettinum á Manhattan svo það var gott a sjá meira af…