Í gærkvöldi ákvað ég að baka þessa einföldu epla- og bláberjaböku eftir kvöldmatinn. Það var svolítið haustlegt úti, pínu kalt og rigning.. fullkomið veður fyrir kertaljós, köku sem yljar að innan og sjónvarpsgláp. Ég var stjörf yfir þáttum sem sýndir eru á Stöð 2 sem heita Killer Women með Piers Morgan, þættirnir eru bara tveir og ég mæli með að þið leigið þá á vodinu ef þið eruð ekki búin að sjá þá. Þeir eru mjög góðir og ég mæli alveg með því að maula á einhverju góðu eins og þessari böku yfir þáttunum. Ég notaði heilhveiti að þessu sinni og mér finnst það betra en hvítt hveiti í þessa köku, hef núna prófað hvoru tveggja og verð að segja að heilhveitið hefur vinninginn. Mylsnan…