Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í gær en þau minna mig á sumarið. Ég bakaði síðast skinkuhorn rétt áður en ég átti Ingibjörgu Rósu (sem er 21 mánaða í dag). Það var þess vegna tími til kominn fyrir skinkuhornabakstur! Ég borðaði ófá horn þegar þau komu út úr ofninum í gær, þau eru auðvitað langbest nýbökuð en svo finnst mér frábært að frysta helminginn af uppskriftinni og grípa í eitt og eitt úr frystinum. Þá er sniðugt að hita þau aðeins…