Í gær eldaði ég grænmetissúpu og bakaði einnig einfalt heilhveitibrauð með sólblómafræjum sem ég var svo ánægð með að ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Ég nota heilhveiti talsvert mikið í bakstur en heilhveiti er malað með kími og klíði og því mun næringarríkara en hvítt hveiti. Heilhveitið hentar vel til brauðgerðar en deig úr því er þó aðeins þyngra í sér en brauð úr hvítu hveiti, svo ef þið eigið uppskriftir þar sem eingöngu hvítt hveiti er notað þá er ágætt að setja minna af heilhveiti, alltaf að setja minna en meira en þá er svo auðvelt að bæta við ef þess þarf. Fullkomið brauð fyrir útileiguna í sumar, tilvalið að skera það niður og setja gott álegg á milli og skella sér…