Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…