Blómkáls tacos

Blómkáls tacos

Fyrir 2-3

  • 1 stórt blómkál
  • 2 msk olía
  • 1 ½  tsk salt
  • 1 ½  tsk pipar
  • 1 ½  tsk paprika
  • 1 ½  cumin krydd
  • 1 ½  kóríander, malaður

Aðferð:

  1. Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið).
  2. Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt.
  3. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið!
  4. Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þið getið séð aðferðina í Instastory hjá mér á Instagram.

Orly deig:

  • 250 ml hveiti
  • 250 ml sódavatn
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 tsk srircacha sósa

Aðferð:

  1. Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Bragðbætið gjarnan með sriracha sósu.

Lárperujógúrtsósa:

  • 5 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksrif
  • Safi úr hálfri límónu
  • 1 tsk hunang
  • 2 lárperur
  • Salt og pipar, eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.

Ferskt salat:

  • Rauðkál, hálft höfuð
  • Handfylli kóríander
  • 3 msk smátt skorinn vorlaukur
  • 1 tsk salt
  • 1 msk appelsínusafi

Aðferð:

  1. Skerið rauðkálið smátt eða rífið það niður í matvinnsluvél.
  2. Saxið kóríander og vorlauk smátt.
  3. Blandið öllum hráefnum saman í skál og bragðbætið með salti og appelsínusafa.

Þið getið nálgast aðferðina skref fyrir skref á Instagram, þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *