Hollt og gott brauð.

Fékk til mín góða vinkonu í hádeginu. Nýbakað brauð, byggsalat ,súkkulaðihjúpuð jarðaber, kaffi og gott vinkonuspjall. Yndislegt. 
Ég verð að deila með ykkur uppskrift af ansi góðu og hollu brauði sem að Eva Eiríks vinkona bakaði fyrir okkur þegar að við vorum saman í bústað fyrr í sumar. Einfalt og mjög gott. 
4 dl spelt
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar/haframjöl
1 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk kúmen
1/2 tsk salt
2-3 msk hunang
2 1/2 dl vatn 
1 msk sítrónusafi
Hita ofninn í 180 °C. Blanda fyrst þurrefnunum í skál og síðan hunanginu, sítrónusafanum og vatninu. Hræra þessu rólega saman þar til þetta verður að góðri blöndu. 
 Setja í brauðform og baka í 35 – 40 mín.
Ljúffengt!

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *