Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að í dag er bleikur föstudagur, það er svo gaman að sjá hvað það eru margir sem taka þátt. Ég á ósköp fáar flíkur sem eru bleikar en ég fór í bleikum íþróttafötum í þrektíma í morgun svo það telst vonandi með. Ég drekk í staðinn eingöngu bleika drykki í dag, ég byrjaði daginn á því að fá mér bleikan boozt og auðvitað læt ég uppskrift fylgja með. Ég vil einnig vekja athygli á því að í kvöld þá dreg ég út vinningshafa í gjafaleiknum hér á blogginu. Ég hvet ykkur til þess að taka þátt 🙂 10 þús króna gjafabréf í Kosti og sælkeramáltíð á Lemon.
Bleikur og gordjöss
2 dl frosin blönduð ber
1 dl fersk eða frosin hindber
1 lítil dós hreint jógúrt frá Bio-Bú
1/2 banani
2 msk. Chia fræ sem legið hafa í möndlumjólk í 10 mínútur
160 ml. möndlumjólk (sjá hér uppskrift)
smá agavesíróp eða hunang (1/2 tsk)
Aðferð:
Allt sett í blandarann og hrært vel saman í nokkrar mínútur, hellið í fallegt glas og njótið.
.
Ég gerði stóran skammt af boozti i morgun svo ég drakk það aftur í hádeginu og fékk mér hrökkbrauð með ljúffengu áleggi. Ég vona að þið eigið ljúfan föstudag framundan. Minn dagur hefur farið í bókhaldsfjör og fundir eftir hádegi og svo er komið helgarfrí. Dejligt.
Góða helgi kæru þið.
xxx
Eva Laufey Kjaran