Ég elska bláberjamúffur – gæti borðað þær alltaf , alla daga. En ég kann að hemja mig – smá. Ég prufaði ansi fína uppskrift um daginn og þær voru dásamlega góðar.
Hér kemur uppskriftin: Lagar ca. 12 múffur
280 gr. Hveiti
1.tsk lyftiduft
1.tsk salt
115 gr. púðursykur
2 egg
150 gr. frosin eða fersk bláber
250 ml. mjólk
85 gr. Smjör (bræðið smjerið og kælið)
1 tsk. vanilludropar
Rifinn börkur af einni sítrónu
Aðferð:
Stillið ofninn á 200°
Sigtið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu í stóra skál. Bætið svo bláberjum og sykrinum saman við, rólega.
Sláið eggin létt saman í skál og bætið síðan við mjólkinni, smjerinu, vanilludropum og sítrónubörknum.
Blandið síðan eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið rólega í blöndunni í smá stund.
Inn í ofn með múffurnar í 20 mín við 200°.
Gott er að setja smá sítrónuglassúr sem topping! (Flórsykur+ sítrónusafi og smá mjólk)