Besta súkkulaðikakan

Mömmudraumur

 • 150 g sykur
 • 150 púðursykur
 • 130 smjör, við stofuhita
 • 2 egg
 • 1 tsk matarsódi
 • 260 hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 50 g kakó
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 dl mjólk

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö hringlaga form.
 2. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.
 3. Bætum eggjum við, einu í einu og þeytið vel á milli.
 4. Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk og vanillu.
 5. Skiptið deiginu jafnt niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 22 – 25 mínútur.

Kælið kökubotnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem!

Súkkulaðikrem

 • 500 g flórsykur
 • 250 g smjör, við stofuhita
 • 150 g súkkulaði, brætt (ég notaði suðusúkkulaði)
 • 2 msk kakó
 • 1 – 2 msk uppáhellt kaffi
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
 2. Þeytið smjör og flórsykur, hellið súkkulaðinu saman við og þeytið áfram.
 3. Bætið kakó, vanillu og kaffi út í og þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt.
 4. Smyrjið á milli botnana og þekjið alla kökuna með kreminu, skreytið gjarnan með fallegu skrauti ef þið eruð í þannig stuði.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *