Ég er heimsin besti nartari, ég get nartað endalaust í eitthvað þannig ég ákvað að gera kökur sem mér finnst ansi góðar og þær eru hollar. Þá er samviskan í góðu standi eftir allt þetta nart. Líka sérlega einfaldar og fljótgerðar..
- 3 bananar
- 2 bollar af höfrum
- 1 bolli af blönduðum fræjum (kúmen, hörfræ osfv.) Það sem ykkur dettur í hug.
- 1/2 kókosflögum
- 3 msk. kókosolía
- 1 tsk kanil
- Dass af salti
- 1 tsk vanilludropar
- Rifin börkur af 1/2 lime
Öllu blandað vel saman og látið standa í hér um bil 10 mín.
Inn í ofn við 175° í 15 – 20 mín.
Ansi ljúffengt