Ritzkex hjúpaður Camenbert

Ég elska camenbert, ég elska ritxkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati gudómlega góður. 
Ritzkex hjúpaður Camenbert
1/2 Pakki Ritzkex
2. Egg
Ca. 100 gr. Hveiti
1. Camenbert ostur
 1. Setjið kexkökrunar í blandarann í smá stund.       2. Svona eiga kökurnar að líta út
 Þá byrjar föndrið. 
 Camenbert osturinn skorinn í litla bita
 1. Ofan í eggjaskálina                                 2. Ofan í hveitiskálina
 3. Síðast en ekki síst, ofan í Ritzkex skálina. 
 Þá er þetta tilbúið til þess að fara í ofninn. Inn í ofn við 180°C í 6 – 8   mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farin að bráðna þá er hann tilbúinn )
Ég segi ykkur það satt, með góðri sultu þá er þetta dásamlegt.

Ég mæli hiklaust með að þið prufið þetta kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

7 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *