Við erum nú svolítið fyndin, við erum alltaf að bíða.
Að mínu mati er best að setja sér markmið fyrir hverja viku, ég skrifa markmiðin mín niður í dagbókina mína.Það er mikilvægt að setja sér raunsæ markmið, byrja rólega og auka svo við sig. Það er svo sannarlega erfitt að byrja og það er ekkert sérlega skemmtilegt að koma sér í form, nú tala ég bara fyrir mig sjálfa.
Það er svo dásamleg tilfinning að fara úr erfiðum 3 km í góða 10 km. Svo erfiðin eru þess virði, það er fyrir öllu að líða vel í líkama og sál.
Líkamsrækt er mér mikilvæg, fyrir bæði líkamann minn og sálina mína. Hvort sem að það er göngutúr, hjólatúr, hlaupaferð eða t.d. spinningtími.
Stundum getur verið hreint ómögulegt að gíra sig í gang og það er hægt að finna svo margt annað til þess að gera en að fara bara út og hlaupa af stað.
Tilfinningin er svo góð þegar að maður skottast af stað með uppáhalds tónlistina í eyrunum. Allt annað þurrkast út og í augnablik eru það bara þú og tónlistin…Ég verð að hlusta á tónlist þegar ég hreyfi mig, það má með sanni segja að lögin koma manni nú oft í gegnum erfið hlaup.
Hér eru fimm lög sem ég hlusta gjarnan á þegar ég fer út að hlaupa.
- Safri duo – The Bongo song
- Rihanna – We found love
- Darude – Sandstorm
- Jock James – Are you ready for this
- PSY – Gangman style