Egg Benedict

Um síðustu helgi fékk ég nokkra vini í brunch og það var svo næs, ég eeeelska brunch og reyni að bjóða fólkinu mínu eins og oft og ég mögulega get. Uppáhalds rétturinn minn er án efa Egg Benedict..og svo elska ég pönnukökur.. og mímósur. Jæja, þið áttið ykkur á þessu.

Ég elska semsagt brunch!

Egg Benedict

**Hér getið þið séð myndband af sambærilegri uppskrift sem ég gerði í fyrra

Fyrir fjóra 

  • 4 egg
  • 2 L vatn
  • Salt
  • Góð skinka
  • Gott brauð til dæmis ciabatta eða súrdeigsbrauð,skorið gróft
  • Hollandaise sósa eða Bernaise sósa (mér sú síðarnefnda bragðmeiri og nota hana þess vegna yfirleitt)
  • Salt og pipar
  • Saxaðaur graslaukur eða steinselja

Aðferð:

  1. Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 – 7 mínútur við 180°C.
  2. Hleypt egg eru linsoðin án skurnar. Það er mikilvægt að eggin séu fersk. Setjið vatn í pott, saltið vatnið og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir pottinum en látið hann samt halda vægri suðu.
  3. Brjótið egg í bolla og hellið egginu mjög varlega út í vatnið. Sjóðið eggin í þrjár mínútur, þá ætti eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðunni og þegar skorið er í eggið ætti rauðan að leka fallega út. Takið eggið varlega upp úr pottinum, mér finnst best að nota fiskispaða og setjið á eldhúspappír og þerrið.
  4. Setjið brauðsneiðarnar á diska á raðið í eftirfarandi röð, brauð, skinka, egg, tvær matskeiðar af sósu, salt, pipar og smátt söxuð steinselja.

Ég útbjó semsagt Egg Benedict á tvo vegu – klassísku útgáfuna og svo aðra sem ég panta mér yfirleitt á Snaps.

Hráefnin sem þið þurfið fyrir lárperu-Egg Benedict 

  • Lárperu
  • Salt og pipar
  • Rauð paprika
  • Gul paprika
  • Kóríander
  • Límóna

Aðferðin er nákvæmlega sú sama og í uppskriftina að ofan nema nú stappið þið lárperu og smyrjið á brauðið, skerið paprikur mjög smátt og kóríander og blandið saman í skál. Kreistið smá límónusafa yfir og kryddið til með salti og pipar.

**Uppskriftin að pönnukökunum finnið þið hér  

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Öll hráefnin sem eru notuð í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *