Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi
Lambakórónur
- 1,5 kg lambakórónur
- Salt og pipar
- Ólía
- Smjör
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.
- Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir kjötið.
- Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur.
Parmesan kartöflumús
- 800 g bökunarkartöflur
- 100 g sellerírót
- 1 dl rjómi
- 60 g smjör
- 50 g rifinn parmesan ostur
- Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
- Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt.
- Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með kartöflustöppu þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið.
- Bragðbætið með salti og pipar.
Rauðvínssósa
- Ólífuolía
- 1 laukur
- 2 gulrætur
- 5 sveppir
- 1 stk anísstjarna
- 8 piparkorn
- 4 dl nautasoð
- 3 dl rauðvín
- 1/3 dl sojasósa
- 100 g smjör
Aðferð:
- Skerið lauk, sveppi og gulrætur í litla bita, steikið upp úr olíu í smá stund.
- Bætið anísstjörnu, piparkornum, rauðvíni, nautasoði og sojasósu út í pottinn og sjóðið þar til það eru ca. 2 dl eftir og takið soðið af hitanum, sigtið sósuna og bætið því næst smjörinu saman við í nokkrum pörtum.
- Berið sósuna strax fram!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.