- Brokkolísalatið
- 1 stórt höfuð brokkólí, hrátt
- 2 dl fetaostur
- 1 – 2 dl grískt jógúrt, magn eftir smekk
- 150 g forsteikt beikon
- Fræin úr einu granatepli
- 150 g furuhnetur
- ½ rauðlaukur
- 1 hvítlauksrif
- 3 msk hunang
Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
- Setjið brokkólí (hrátt), rauðlauk, furuhnetur og hvítlauk í matvinnsluvél og maukið mjög fínt.
- Skerið beikon í litla bita, steikið og þerrið vel.
- Blandið því næst öllum hráefnum saman í skál og kryddið gjarnan með salti og pipar
- Best að kæla salatið í 30 – 60 mínútur áður en þið berið fram.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.