SNICKERS HRÁKAKA

Ég er komin með algjört æði fyrir hrákökum og gerði þessi snickers hráköku um daginn sem ég verð að deila með ykkur. Mér finnst hún æðislega góð! Ég nota lítið form eða 15 cm hringlaga en það má auðvitað nota hvaða form sem er eða tvöfalda uppskriftina. Best er að nota smelluform eða setja bökunarpappír í botninn á forminu svo auðvelt sé að ná kökunni upp úr forminu.

Snickers Hrákaka

Botn:

1,5 dl salthnetur

1,5 dl möndlur (með eða án hýðis)

2 msk hnetusmjör

ögn af salti

2 msk kókosolía (brædd)

Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið, setjið fyllinguna í bökuform og þrýstið vel í formið. Kælið botninn í ísskáp eða í frysti í smá stund á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling:

180 g döðlur

1/2 dl soðið vatn

2 msk hnetusmjör

1/2 dl salthnetur

1 tsk vanilla

1 msk kókosolía, brædd

Aðferð:

Sjóðið vatn og hellið yfir döðlurnar. Leyfið þeim að standa í rúmlega mínútu. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til fyllingin er silkimjúk. Hellið blöndunni yfir botninn í forminu og jafnið deigið vel út. Setjið kökuna aftur inn í kæli eða frysti og kælið þar til hún er stíf í gegn.

Súkkulaðikrem:

100 g suðusúkkulaði

1,5 msk kókosolía

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í potti og bætið súkkulaðinu saman við, hrærið þar til súkkulaðiblandan er farin að þykkna. Hellið yfir kökuna og setjið inn í kæli á ný og leyfið kökunni að stífna í gegn. Skreytið kökuna gjarnan með salthnetum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *