Þreyttur mánudagur og bleikur boozt

 Þegar að klukkan hringdi í morgun kl.05:30 þá voru augnlokin þúsund kíló, ég sem var svo ánægð að hafa farið snemma upp í rúm í gær en þá auðvitað var ég andvaka til að verða tvö. Þannig ég gat ómögulega hugsað mér að skottast af stað í Metabolic þegar að klukkan hringdi, ég vaknaði  tveimur tímum síðar og sá mjög eftir því að hafa ekki farið. Það er ekkert betra en góður íþróttatími í morgunsárið, vissulega er erfitt að vakna en orkan verður mun meiri og betri fyrir vikið eftir tímann. Það var því leitt að missa af tímanum í dag því ég gæti vel þegið smá meiri orku í dag, sumir dagar eru sumsé þreyttari en aðrir. 
Góður og orkumikill boozt er því nauðsynlegur í morgunsárið, bætir og kætir. 
Bleikur boozt 
Frosin blönduð ber
Frosinn banani, skorinn í bita
Grískt jógúrt
Hörfræ
Rifinn engiferrót
Superberries safi
Sítrónusafi
Allt saman sett í blandarann í nokkrar mínútur!
Nú er ég komin í ullarsokka, ætla að hita mér gott kaffi og halda áfram að læra. 
Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *