Pizzaveisla á blogginu, humarpizza og meira til!

Ég slæ ekki hendinni á móti góðri pizzu. Í síðasta þætti í Matargleði Evu lagði ég áherslu á sumarlega rétti. Mér finnst alltaf gaman að baka góða pizzur, það er bæði hægt að baka þær í ofninum eða setja þær á grillið. Hér eru uppskrifir að tveimur pizzum í mínu eftirlæti sem ég mæli með að þið prófið um helgina. 
Ítalskur pizzabotn
240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt)
2 ½ tsk þurrger
1 msk hunang
400 – 450 g hveiti 
1 tsk salt 
2 msk olía 
Aðferð:
Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki
yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur.
Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið
gerblöndunni í hrærivélaskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð
regla að bæta hveitinu smám saman við.  Það gæti þurft minna en meira af hveitinu. Látið hnoðast í vélinni í 6 – 10 mínútur
eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera
klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélaskálina og leyfið deiginu að hefast
í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.
Hvítlauksolía
3 dl ólífuolía 
5 hvítlauksrif
1 tsk gróft salt
Aðferð:
Pressið hvítlauk og blandið honum saman við saltið, hellið olíunni og setjið hvítlaukinn í krukku.   Lokið krukkunni og hristið vel saman. 
Pizza sósa
1 msk ólífuolía
1 laukur, grófsaxaður
2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
500 ml tómata passata
1 tsk tómatmauk eða tómatpúrra 
Handfylli fersk smátt söxuð basilíka
smávegis af hunangi
Salt og nýmalaður pipar
Aðferð: Hitið laukinn í olíunni þar til hann mýkist og verður glær.
Bætið hvítlauknum, tómatapassata, basilíku, hunangi og salti og pipar saman við og
leyfið sósunni að malla í  nokkrar
mínútur.
Humar pizza 
Hvítlauksolía, magn eftir smekk
300 g skelflettur humar, skolaður
og þerraður
Kirsuberjatómatar, skornir í
tvennt
1 kúla mozzarella ostur
Salt og nýmalaður pipar
Klettasalat, magn eftir smekk
Parmesan ostur , magn eftir smekk
Hitið ofninn í 200°C. Fletjið
deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið deigið með hvítlauks- og
raðið humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið
ostinum yfir. Bakið í 12 – 18 mínútur eða þar pizzan er orðin gullinbrún. Þegar
pizzan er komin út úr ofninum er klettasalati bætt ofan á hana og parmesan osti
sáldrað yfir.

 Pizza di’capria

1 pizzabotn
4 – 5 msk pizzasósa
100 g ferskur aspas, soðinn í
saltvatni í 3 mínútur og þerraður
1 rauðlaukur, skorin í strimla
Geitaostur, magn eftir smekk
Mozzarellaostur, magn eftir smekk
Salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Fletjið
deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sjóði aspas í vel söltu vatni í
þrjár mínútur og þerrið hann vel þegar hann er tilbúinn. Smyrjið deigið með
pizzasósu og raðið aspas, rauðlauk og ostum ofan á. Kryddið með salti og pipar.
Bakið í 12 – 18 mínútur eða þar til pizzan er orðin gullinbrún.
Njótið vel og góða helgi!
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply to Ástríður - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *