Ofnbökuð ýsa í pestósósu.
- 700 g ýsa
- 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum
- 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með)
- 2 dl svartar ólífur
- 10 kirsuberjatómatar
- Salt og pipar
- Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar.
- Blandið saman í sér skál pestóinu og fetaostinum, dreifið sósunni yfir fiskinn.
- Skerið niður ólífur og tómata, raðið yfir pestósósuna.
- Rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn í lokin, nóg af honum.
- Setjið fiskréttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25-30 mínútur.
Berið fiskréttinn fram með fersku salati!
Njótið vel!
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.