- Mars skyrkaka
Botn:
- 400 g hafrakex
- 150 g brætt smjör
Aðferð:
- Setjið kex í matvinnsluvél og bræðið smjör, hellið smjörinu saman við kexið.
- Þrýstið kexblöndunni í formið og kælið á meðan fyllingin er búin til.
Fylling:
- 500 ml rjómi
- 500 g vanilluskyr
- 1 tsk vanillufræ
- 1 tsk vanilludropar
- 2 msk flórsykur
Aðferð:
- Setjið rjóma, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur í hrærivélaskál og þeytið.
- Blandið skyrinu saman við með sleikju.
- Setjið skyrblönduna yfir kexbotninn og dreifið vel úr.
- Hellið súkkulaðikreminu yfir og kælið kökuna í nokkrar klukkustundir (frábært yfir nótt).
Súkkulaðikrem:
- 80 ml rjómi
- 150 g suðusúkkulaði
- 60 g mars súkkulaði
Aðferð:
- Hitið rjóma að suðu
- Saxið súkkulaði og setjið í skál, hellið rjómanum saman við og leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur.
- Hrærið upp í súkkulaðikreminu, ef blandan er of þykk má setja smá meiri rjóma.
- Hellið yfir kökuna og skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og smátt skornu mars súkkulaði.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir