Lindor súkkulaðiísinn
Fyrir 6 – 8
22 Lindor súkkulaðikúlur
1 msk rjómi
10 eggjarauður
10 msk sykur
400 ml rjómi
2 tsk vanilla (má vera duft, sykur eða dropar)
- Bræðið 10 kúlur og 1 msk af rjóma í potti, færið súkkulaðið af hitanum þegar það er bráðnað.
- Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
- Þeytið rjóma og vanillusykur.
- Saxið niður 12 kúlur til viðbótar.
- Blandið öllum hráefnum varlega saman með sleikju og hellið í form, setjið ísinn í frysti í lágmark 3 – 4 klst.
- Berið ísinn gjarnan fram með heitri súkkulaðisósu og ferskum berjum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin fást í verslunum Hagkaups.