Focaccia úr Í eldhúsi Evu

Hráefni

  • 600 g hveiti
  • 1 msk hunang
  • 12 g þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dl olífuolía

Ofan á:

  • 1 dl ólífuolía
  • 1 msk. smátt saxað rósmarín
  • 1 dl fetaostur, mulin
  • 12-14 grænar ólífur

Aðferð:

  1. Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni.
  2. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust.
  3. Látið deigið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35-40 mínútur.
  4. Hitið ofninn í 200°C (blástur).
  5. Smyrjið því næst ofnskúffu með ólífuolíu, setjið deigið í skúffuna og þrýstið því jafnt út í alla kanta.
  6. Saxið rósmarín og blandið við ólífuolíu. Smyrjið deigið vel með olíunni og sáldrið sjávarsalti yfir. Myljið fetaostinn yfir og stingið nokkrum ólífum í deigið.
  7. Bakið brauðið við 200°C í 20 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt.
Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Úr bókinni Í eldhúsi Evu

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í uppskriftinni má finna í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *