Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það var ást við fyrsta smakk. Það má til gamans segja frá því að tökuteymið mitt var tæplega fimm mínútur að klára þessa köku, aldrei áður hefur neinn réttur horfið svo fljótt. Það er þess vegna rík ástæða fyrir ykkur að prófa kökuna um helgina, þið eigið eftir slá í gegn 🙂
Döðlukaka með
heimsins bestu karamellusósu
heimsins bestu karamellusósu
- 5 msk sykur
- 120 g smjör, við stofuhita
- 2 egg
- 100 g hveiti
- 210 g döðlur
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 salt
- 1/2 vanillu extract, eða dropar
- 1 1/2 tsk lyftiduft
Aðferð:
- Best er að byrja á
því að stilla ofninn í 180°C. - Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta
yfir, þegar vatnið nær suðu takið þá pottinn af hitanum og látið hann standa í
3 – 4 mínútur. Það er gott að stappa döðlurnar rétt aðeins með gaffli. - Blandið
matarsóda saman við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að
standa í svolitla stund. - Næsta skref er að
þeyta smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og
einu eggi saman við og gott er að þeyta í eina mínútu á milli. - Setjið þurrefnin
saman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman
við í þremur skömmtum. - Smyrjið hringlaga form, mér finnst best að nota
smelluform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.
Heimsins besta karamellusósa
- 120 g smjör
- 1 1/2 dl rjómi
- 120 g púðursykur
1. Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti.
Berið kökuna fram með rjóma eða ís… og njótið vel <3
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem voru notuð í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups
D