Archives

Hádegisverður, tvö brakandi fersk hrökkbrauð. Neðst, kotasæla og svo ein skeið af mildri salsasósu. Svo sker ég það grænmeti sem ég á hverju sinni í litla bita, (núna notaði ég túmat, gúrku, paprikku og rauðlauk) blanda því saman í skál saman við smá ólífu olíu og dass af salt og pipar. Og voila, bragðlaukarnir fá sérdeilis að njóta sín. ….. Alltaf gott kaffi eftir lövlí mat. Og afþví að það er að koma helgi þá á maður svo sannarlega eina litla köku skilið með kaffinu.

Coktail

Elska morgunsafa – í dag fékk ég mér einsog alltaf spínat-drykkinn góða (spínat, mangó, bananar,engifer og appelsínu trópí safi) En í dag bætti ég nokkrum bláberjum út í. Setti vel af engifer til þess að drykkurinn rífi almennilega í 😮 ) Ótrúlega góð leið til þess að starta góðum degi. Hvað er ein vandræðileg sjálfsmynd með kokteil á milli bloggvina:) Elska multitask-(skálina) mína. Fékk hana í afmælisgjöf og mér finnst hún svo pretty. Ég hef ekkert verið að baka og því fá ávextirnir að njóta sín. Tými ekki að setja hana inn í skáp því mér finnst hún svo mikið augnyndi…

Börfdeigirl

Við fengum að fara í flugfreyju-og flugþjóna leik 🙂 Me love. Skyrkakan á fabrikkunni Yndislegu foreldrarnir mínir Mamma fer árlega með fæðingarsöguna Ég fékk óskalag og ís. Jú það var eins vandræðilegt og það hljómar. Allan og Haddinn minn Sætu feðgarnir omm omm omm Jej, árinu eldri en samt yngst í kökuklúbbnum

Ljúf helgi

Þessi helgi er búin að vera aðeins of hugguleg, í gær var uppáhaldið mitt og yndi, semsé júróið! Ég var samt ekki ánægð með úrslitin – en ég er þó handviss um að við sigrum að ári. :o) Ég fékk góða gesti og það var fyrir öllu að hafa gaman með góðu fólki… Í dag á hann Steindór Mar afmæli, ég fékk hann næstum því í afmælisgjöf, því ég ætla að verða árinu eldri á morgun 🙂 Í tilefni dagsins þá sló Maren upp afmæliskaffi í skógræktinni, grill og muffinspartí. Veðrið er líka búið að vera yndislegt svo það er ekki annað hægt en að smæla.

Tartalettur

Tartalettur – eitt af því besta sem ég fæ. (fylltar með allskyns góðgæti) Vinkona mín hún Fedda kom mér á lagið með ostafylltum tartalettum – það var ást við fyrsta smakk. Þær eru hreinlega of góðar til þess að vera sannar. Ég varð að deila þessum ástarblossa með ykkur.. Ég var að gera uppskrift fyrir ca. 30 tartalettur og ég notaði: 1x Camenbert 1x Piparost 1x Hvítlauksost Matreiðslurjómi – ca. heill peli. Þetta er láta malla vel saman á vægum hita, tekur svolítinn tíma en það er vel þess virði. Ein askja af sveppum og tvær paprikkur. Skorið smátt og steikt í smá stund á pönnu. Svo þegar að osta-sósan er klár þá er grænmetið skellt ofaní og þetta látið malla í smá stund. Svo…

1 71 72 73 74 75 80