Archives

Sunnudagur til sælu

Átti ansi lovlí dag í gær. Fór m.a. út að borða með Dísu og Birki (skötuhjúum) Djók, en samt ekki djók. Þau eru það en þau vita bara ekki af því. …Veðrið var líka svo yndislegt í gær, og í dag að vísu líka. Það verður allt svo miklu auðveldara og skemmtilegra þegar að veðrið er betra, eruð þið ekki sammála?

Hollt dipp og súkkulaðihjúpuð jarðaber.

Gott dipp og súkkulaðihjúpuð jarðaber. Fátt um betra! Uppskrift af ótrúlega góðu dippi. 1x stór kotasæludós 1x mild salsasósa 1x rauð paprika 1x græn paprika 3/4 af ágúrku 2x tómatar 1x rauður laukur That’s it! Kotasælan neðst – salsasósan yfir – og svo grænmetið ofaná, fallegir litir og ljúffengt með hrökkbrauði eða snakki svona þegar að maður vill gera vel við sig :o) Súkkulaðihjúpuð jarðaber er þokkalega góð – svo gott að hafa eitthvað ferskt með súkkulaðinu. Ég valdi mér gott súkkulaði – siríus auðvitað! Bræddi súkkulaðið yfir vatnsbaði og klæddi svo jarðaberin í súkkulaðiklæðin. Góða helgi allir saman, gerið eitthvað skemmtilegt! Ég ætla allavega að hafa það huggó með yndislegum vinkonum í kvöld og í fyrramálið fer ég í reynsluflug númer tvö til Frankfurt….

Lunchtime

Lagaði mér ansi gott pasta í hádeginu – mjög simpúlt. Heilhveitipasta – spínat og ferskur mozzarella (mig vantaði sárlega kirsuberjatómata, þeir verða memm næst) Pasta soðið – spínatið svo hitað aðeins og ferskur mozzarella… Salt&pipar auðvitað líka! og ólífuolía.

Sumarsæla

Jumm to the Í. Vaknaði við sólargeislana í morgun sem var dásamlegt – dreif mig út á pall með skólabækurnar og naut þess að sitja úti í blíðunni. Svo var auðvitað skellt sér í sund með fögrum píum og í lunch með Helenu minni. Lövlí byrjun á góðu sumri. Vonandi eruð þið búin að eiga yndislegan dag – njótið þess að vera til í þessu góða veðri! mmmm… cesar salat á Kaupfélaginu! Sumarkveðja frá stelpunni sem fékk far í sundi ( mynd kemur síðar) Djók!.

Lítill svefn en margt nýtt og skemmtilegt =)

Þessi helgi hefur liðið ansi fljótt og verið frekar skemmtileg. Ég fór í mitt fyrsta æfingaflug í gærmorgun, ferðinni var heitið til Lundúna. Spennan leyndi sér ekki, svaf agalega lítið um nóttina en þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og við lærðum ansi margt. Hlakka rosa til að fara að fljúga meira… Svo er ungfrú Ísland komið á fullt skrið, eftir flugið í gær fór ég beint í myndatökur. Getið rétt ímyndað ykkur ferskleikann eftir flugið og svefnleysið – en þetta gekk þó allt saman prýðilega. 🙂 Svo var ræs and shine í morgun klukkan sjö því við áttum að mæta í world class klukkan korter í níu. Dejligt, við byrjuðum á því að fara í ketilbjöllutíma. Ég viðurkenni það fúslega að þetta var með þeim…

Royalty

Ég er búin að vera að horfa á brúðkaupið mikla í morgun, mikil ósköp sem þetta eru mikil herlegheit. Og mikil ósköp er hún Kate fögur og í glæsilegum kjól. Uppáhalds kjóllinn minn, konunglegi er kjóllinn sem Grace Kelly var í. Dásamlega rómó og fallegur, mér finnst kjóllinn hennar Kate minna dulítið á hann.

1 72 73 74 75 76 80